Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir og Guðrún Adolfsdóttir skrifa 13. desember 2024 10:01 Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun