Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar 14. desember 2024 14:32 Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun