27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar 16. desember 2024 12:02 Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Verslun Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun