„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 17. desember 2024 22:17 Brynjari Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, lætur sínar stelpur heyra það. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira