Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 11:32 Freyr Alexandersson kom Kortrijk úr ómögulegri stöðu á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli, en hefur nú verið látinn fara. Getty Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk var ekki lengi að tilkynna um arftaka Freys Alexanderssonar, eftir að félagið greindi frá brottrekstri Íslendingsins í gær. Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira