Í tilkynningu frá Isavia segir að flugi til Basel hefjist 1. apríl en flug til Lyon 24. júní. Flogið verði tvisvar í viku á báða þessa áfangastaði. EasyJet flaug áður frá Basel til KEF á árunum 2014 til 2019 en þetta er í fyrsta skipti sem easyJet flýgur milli KEF og Lyon.
„Þessi ákvörðun easyJet er mikið fagnaðarefni,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er til marks um hve mikla trú félagið hefur á áfangastaðnum Íslandi. Við tökum fagnandi á móti farþegum easyJet frá Basel og Lyon og erum þess fullviss að íslenskt ferðafólk nýtir tækifærið og tekur flugið á þessa tvo áfangastaði félagsins.“
Auk Basel Mulhouse og Lyon býður easyJet upp á átta aðra áfangastaði þaðan sem flogið er til Keflavíkurflugvallar. Þeir eru Birmingham, Bristol og Paris Orly sem flogið er til á veturna og Edinborg, London Gatwick, London Luton, Manchester, og Milan þangað sem flogið er allt árið um kring.