Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 17:50 Þær Inga, Kristrún og Þorgerður Katrín tilkynntu það að stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina vísir/bjarni Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00