Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 17:50 Þær Inga, Kristrún og Þorgerður Katrín tilkynntu það að stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina vísir/bjarni Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00