Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 11:01 Byrjunarlið Víkinga í Austurríki í gær, þar sem Víkingar tryggðu sig áfram í Sambandsdeildinni með 1-1 jafntefli við LASK. Getty/Christian Kaspar-Bartke Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira