Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 13:31 Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Árni Guðmundsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun