Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Samúel Karl Ólason, Jón Ísak Ragnarsson, Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. desember 2024 08:29 Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra. Ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, verður lagt niður og verkefni færð á þrjú önnur ráðuneyti. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra. Alma Möller verður heilbrigðisráðherra. Logi Már Einarsson verður menningar- og nýsköpunarráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra. Þorgerður Katrín fer í utanríkisráðuneytið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra. Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson verður fjármála- og efnahagsráðherra, utan þings. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður félagsmálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Útsendingu frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Þar voru einnig kynntar helstu áherslur flokkanna fyrir ríkisstjórnarsamtarfið, sem komu fram í 23. punkta stefnuyfirlýsingu. Dagskráin í dag Dagskrá dagsins er í grófum dráttum á þann veg að dagurinn hófst klukkan níu þegar nýir þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu og lögðu formennirnir þar fram tillögu að ráðherraskipan. Í kjölfarið fóru flokksráð flokkanna yfir stjórnarsáttmálann. Klukkan eitt var svo blaðamannafundur í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem ríkisstjórnin og ráðherraskipan var kynnt. Um klukkan þrjú fer fráfarandi ríkisstjórn svo á ríkisráðsfund með Höllu Tómasdóttur, forseta. Klukkan hálf fimm hefst svo ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar, þar sem forsetinn mun skipa nýtt ráðuneyti. Fylgst verður með vendingum dagsins í Vaktinni á Vísi hér að neðan. Ef hún birtist ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, verður lagt niður og verkefni færð á þrjú önnur ráðuneyti. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra. Alma Möller verður heilbrigðisráðherra. Logi Már Einarsson verður menningar- og nýsköpunarráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra. Þorgerður Katrín fer í utanríkisráðuneytið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra. Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson verður fjármála- og efnahagsráðherra, utan þings. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður félagsmálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Útsendingu frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Þar voru einnig kynntar helstu áherslur flokkanna fyrir ríkisstjórnarsamtarfið, sem komu fram í 23. punkta stefnuyfirlýsingu. Dagskráin í dag Dagskrá dagsins er í grófum dráttum á þann veg að dagurinn hófst klukkan níu þegar nýir þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu og lögðu formennirnir þar fram tillögu að ráðherraskipan. Í kjölfarið fóru flokksráð flokkanna yfir stjórnarsáttmálann. Klukkan eitt var svo blaðamannafundur í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem ríkisstjórnin og ráðherraskipan var kynnt. Um klukkan þrjú fer fráfarandi ríkisstjórn svo á ríkisráðsfund með Höllu Tómasdóttur, forseta. Klukkan hálf fimm hefst svo ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar, þar sem forsetinn mun skipa nýtt ráðuneyti. Fylgst verður með vendingum dagsins í Vaktinni á Vísi hér að neðan. Ef hún birtist ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent