Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 10:03 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar eftir að hún skoraði fernuna sína í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag. Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira