Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 11:59 Víkingar munu spila heimaleikinn fjarri heimahögunum. Getty/Christian Kaspar-Bartke Víkingur leitar erlendra leikvalla fyrir heimaleik liðsins við gríska liðið Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur, frekar en aðrir vellir hérlendis. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfestir tíðindin við Fótbolti.net en sögusagnir um málið hafa verið á sveimi síðustu daga. Þar á meðal greindi Albert Brynjar Ingason frá í viðtali við Vísi fyrir jól. Leikurinn þarf að fara fram að kvöldi til og ljóst að birtuskilyrði eru ekki til staðar á Íslandi í febrúar. Lýsing á Kópavogsvelli uppfyllir ekki kröfur UEFA en Víkingar komust hjá því með því að spila heimaleiki sína snemma dags í skammdeginu í vetur. Leikur Víkings og Djurgården fyrr í þessum mánuði hófst til að mynda klukkan 13:00. Haraldur sagði enn fremur við Fótbolti.net að Víkingar gætu ekki flutt leikinn til Færeyja þar sem samgöngur til eyjanna þykja ótraustar. Aðrir kostir séu til skoðunar, þar á meðal Kaupmannahöfn, en því fylgja einnig flækjustig þar sem FC Kaupmannahöfn er í sömu keppni með sömu leikdaga. Leit Víkinga að velli mun því fara fram næstu daga. Heimaleikur Víkings mun fara fram á erlendri grundu þann 13. febrúar. Síðari leikurinn fer fram í Grikklandi viku síðar. Með Panathinaikos leika landsliðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Sá síðarnefndi hefur þó verið frá vegna meiðsla misserum saman. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfestir tíðindin við Fótbolti.net en sögusagnir um málið hafa verið á sveimi síðustu daga. Þar á meðal greindi Albert Brynjar Ingason frá í viðtali við Vísi fyrir jól. Leikurinn þarf að fara fram að kvöldi til og ljóst að birtuskilyrði eru ekki til staðar á Íslandi í febrúar. Lýsing á Kópavogsvelli uppfyllir ekki kröfur UEFA en Víkingar komust hjá því með því að spila heimaleiki sína snemma dags í skammdeginu í vetur. Leikur Víkings og Djurgården fyrr í þessum mánuði hófst til að mynda klukkan 13:00. Haraldur sagði enn fremur við Fótbolti.net að Víkingar gætu ekki flutt leikinn til Færeyja þar sem samgöngur til eyjanna þykja ótraustar. Aðrir kostir séu til skoðunar, þar á meðal Kaupmannahöfn, en því fylgja einnig flækjustig þar sem FC Kaupmannahöfn er í sömu keppni með sömu leikdaga. Leit Víkinga að velli mun því fara fram næstu daga. Heimaleikur Víkings mun fara fram á erlendri grundu þann 13. febrúar. Síðari leikurinn fer fram í Grikklandi viku síðar. Með Panathinaikos leika landsliðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Sá síðarnefndi hefur þó verið frá vegna meiðsla misserum saman.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira