Íslenski boltinn

Gísli Gott­skálk eftir­sóttur í Pól­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Gottskálk er að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku.
Gísli Gottskálk er að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku. Vísir/Anton Brink

Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, er eftirsóttur um þessar mundir. Helst eru það félög frá Póllandi sem vilja fá hann í sínar raðir en einnig er um að ræða félög frá Svíþjóð og Danmörku.

Pólski miðillinn Przeglad Sportowy greinir frá því að bæði Lech Poznań and Raków hafi boðið í leikmanninn en Víkingur hafnaði hins vegar tilboðunum tveimur. Þá er Legia Varsjá einnig með miðjumanninn á óskalista sínum samkvæmt frétt Fótbolti.net.

Przeglad Sportowy segir jafnframt að Hammarby í Svíþjóð og Silkeborg í Danmörku vilji fá leikmanninn í sínar raðir. Bæði lið leika í efstu deild þar í landi.

Hinn tvítugi Gísli Gottskálk er á sínu öðru tímabili með Víkingum eftir að ganga til liðs við félagið þegar hann sneri heim eftir að hafa verið á mála hjá Bologna á Ítalíu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×