Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2025 07:30 Glódís Perla Viggósdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 2024 nokkrum dögum áður fékk hún fálkaorðuna. Hún er fyrirliði Bayern Munchen og íslenska landsliðsins í fótbolta. Mikil fyrirmynd innan sem og utan vallar. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig. HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“ Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“
Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02
Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti