Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 21:05 Séra Óskar Hafsteinn og Sigurður Ágústsson, formaður kirkjukórs Hrunaprestakalls voru kampakátir með hvað Grautarmessan tókst vel í Hrepphólakirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa. Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira