Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar 6. janúar 2025 08:00 Samkvæmt nýjustu rannsóknum International Workplace Group telur yfirgnæfandi meirihluti forstjóra stórfyrirtækja í fremstu röð á heimsvísu að vinnustaðamenning framtíðarinnar muni byggja á blandaðri skrifstofuvinnu sem kennd er við „hybrid working“. Kjarninn í „hybrid“ hugmyndafræðinni er að fyrirtæki leggi sig fram um að gefa starfsfólki sínu kost á að skipta vinnutíma sínum milli höfuðstöðva fyrirtækjanna, heimavinnu og sveigjanlegra vinnurýma í nærumhverfi eða þar sem þau eru stödd hverju sinni og spara fé í leiðinni. Aukning á Hyrbidvinnu hefur verið frá árinu 2022 um 31% að meðaltali á ári. Fyrst þessir sjá aðilar sjá hag í Hybrid vinnuumhverfi þessu þá ætti ný ríkisstjórn Íslands að sjá það einnig og nýta sér Hybirdvinnu umhverfið fyrir sitt starfsfólk sem er út um allt land og fjölgar stöðugt með hverju árinu og í leiðinni spara fé og auka ánægju starfsfólks svo ekki sé talað um hvað þetta hefur góð áhrif á umhverfið og umferðina. Lífsgæði starfsmanna eykst til muna. Einnig er þetta byggðamál með því að fólk vinnur allt árið á þeim stað sem það velur að vinna frá. Þetta eykur verslun og þjónustu á þeim stað sem fólk starfar frá allt árið. Ekki eins og krókabátar sem koma bara og fara svo. Þetta eru heilsársstörf sem bæta hvert samfélag allt árið. Mikill meirihluti forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja á Fortune500 listanum hafa þegar séð sér hag í þessu vinnulagi með augljósum ávinningi fyrir bæði fyrirtækin og starfsfólk þeirra. Könnun IWGmeðal yfir 500 forstjóra stærri og meðalstóra fyrirtækja leiddi í ljós að 91% þeirra hafa þegar tekið upp „hybrid“ starfsumhverfi þar sem aðeins lítill minnihluti (7%) starfsfólks er að störfum á aðalskrifstofu fimm daga vikunnar. Afgerandi meirihluti sagði að framleiðni (75%) og varðveisla starfsfólks (76%) hafa batnað eftir að skipt var yfir í „hybrid“ menningu. Tveir þriðju hlutar sögðust missa lykilstarfsfólk ef þeir héldu því til streitu að starfsfólkið skilaði fullu starfi bundið við aðalskrifstofuna, eða eina ákveðna staðsetningu. Þeim ber einnig saman um að helsta aðdráttaraflið við möguleikann á að vinna frá öðrum stöðum sé tímasparnaðurinn sem felst í því að fækka löngum daglegum ferðum til og frá vinnu. Þegar Mark Dixon, stofnandi og forstjóri Regus, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar sagði hann meðal annars að innleiðing „hybrid“vinnulagsins myndi halda áfram að aukast „þegar fyrirtæki af öllum stærðum átta sig á mikilvægi þess við að skapa ákjósanlegt umhverfi sem efli bæði framleiðni fyrirtækisins og hamingju starfsfólksins.“ Þá benti Dixon einnig á að þessi nýjasta rannsókn „sýnir með sannfærandi hætti að stjórnendur kunna að meta mikilvægt hlutverk „hybrid“ vinnustaðamenningarinnar. Hún laðar ekki aðeins að hæfara starfsfólk heldur viðheldur hún hæfileikum starfsfólks fyrirtækisins í hæsta gæðaflokki og eykur starfsánægju þess til lengri tíma“. Til umhugsunar fyrir árið 2025 MIT Sloan Management Review birti nú fyrir skemmstu eftirfarandi „Five Hybrid Work Trends to Watch in 2025“ eftir hugsunarleiðtogann Brian Elliott. Leiðandi þróun „Hybrid“ vinnuumhverfisins fer á enn meira flug og þau fyrirtæki sem innleiða að fullu slíkt breytt vinnuumhverfi og bjóða sínu fólki upp á sveigjanlegri vinnuminnstur munu lokka til sín hæfileikaríkara starfsfólk. Andstætt við stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem leggja á hörð boð og bönn við þeim sveigjanleika sem starfsfólkið óskar. Þau fyrirtæki munu frekar tapa frá sér sínu góða fólki þó svo það fái meira greitt, starfsfólk velur sveigjanleikann og lífsgæði umfram þá peninga sem eru í boði. Þróunin sýnir jafnframt að „Hybrid“ vinnuumhverfið mun halda áfram að þróast og bæta við sig á árinu 2025 og bjóða upp á breiðara „vöruúrval“ ef svo má segja. Það verður ekkert aftur snúið. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu rannsóknum International Workplace Group telur yfirgnæfandi meirihluti forstjóra stórfyrirtækja í fremstu röð á heimsvísu að vinnustaðamenning framtíðarinnar muni byggja á blandaðri skrifstofuvinnu sem kennd er við „hybrid working“. Kjarninn í „hybrid“ hugmyndafræðinni er að fyrirtæki leggi sig fram um að gefa starfsfólki sínu kost á að skipta vinnutíma sínum milli höfuðstöðva fyrirtækjanna, heimavinnu og sveigjanlegra vinnurýma í nærumhverfi eða þar sem þau eru stödd hverju sinni og spara fé í leiðinni. Aukning á Hyrbidvinnu hefur verið frá árinu 2022 um 31% að meðaltali á ári. Fyrst þessir sjá aðilar sjá hag í Hybrid vinnuumhverfi þessu þá ætti ný ríkisstjórn Íslands að sjá það einnig og nýta sér Hybirdvinnu umhverfið fyrir sitt starfsfólk sem er út um allt land og fjölgar stöðugt með hverju árinu og í leiðinni spara fé og auka ánægju starfsfólks svo ekki sé talað um hvað þetta hefur góð áhrif á umhverfið og umferðina. Lífsgæði starfsmanna eykst til muna. Einnig er þetta byggðamál með því að fólk vinnur allt árið á þeim stað sem það velur að vinna frá. Þetta eykur verslun og þjónustu á þeim stað sem fólk starfar frá allt árið. Ekki eins og krókabátar sem koma bara og fara svo. Þetta eru heilsársstörf sem bæta hvert samfélag allt árið. Mikill meirihluti forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja á Fortune500 listanum hafa þegar séð sér hag í þessu vinnulagi með augljósum ávinningi fyrir bæði fyrirtækin og starfsfólk þeirra. Könnun IWGmeðal yfir 500 forstjóra stærri og meðalstóra fyrirtækja leiddi í ljós að 91% þeirra hafa þegar tekið upp „hybrid“ starfsumhverfi þar sem aðeins lítill minnihluti (7%) starfsfólks er að störfum á aðalskrifstofu fimm daga vikunnar. Afgerandi meirihluti sagði að framleiðni (75%) og varðveisla starfsfólks (76%) hafa batnað eftir að skipt var yfir í „hybrid“ menningu. Tveir þriðju hlutar sögðust missa lykilstarfsfólk ef þeir héldu því til streitu að starfsfólkið skilaði fullu starfi bundið við aðalskrifstofuna, eða eina ákveðna staðsetningu. Þeim ber einnig saman um að helsta aðdráttaraflið við möguleikann á að vinna frá öðrum stöðum sé tímasparnaðurinn sem felst í því að fækka löngum daglegum ferðum til og frá vinnu. Þegar Mark Dixon, stofnandi og forstjóri Regus, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar sagði hann meðal annars að innleiðing „hybrid“vinnulagsins myndi halda áfram að aukast „þegar fyrirtæki af öllum stærðum átta sig á mikilvægi þess við að skapa ákjósanlegt umhverfi sem efli bæði framleiðni fyrirtækisins og hamingju starfsfólksins.“ Þá benti Dixon einnig á að þessi nýjasta rannsókn „sýnir með sannfærandi hætti að stjórnendur kunna að meta mikilvægt hlutverk „hybrid“ vinnustaðamenningarinnar. Hún laðar ekki aðeins að hæfara starfsfólk heldur viðheldur hún hæfileikum starfsfólks fyrirtækisins í hæsta gæðaflokki og eykur starfsánægju þess til lengri tíma“. Til umhugsunar fyrir árið 2025 MIT Sloan Management Review birti nú fyrir skemmstu eftirfarandi „Five Hybrid Work Trends to Watch in 2025“ eftir hugsunarleiðtogann Brian Elliott. Leiðandi þróun „Hybrid“ vinnuumhverfisins fer á enn meira flug og þau fyrirtæki sem innleiða að fullu slíkt breytt vinnuumhverfi og bjóða sínu fólki upp á sveigjanlegri vinnuminnstur munu lokka til sín hæfileikaríkara starfsfólk. Andstætt við stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem leggja á hörð boð og bönn við þeim sveigjanleika sem starfsfólkið óskar. Þau fyrirtæki munu frekar tapa frá sér sínu góða fólki þó svo það fái meira greitt, starfsfólk velur sveigjanleikann og lífsgæði umfram þá peninga sem eru í boði. Þróunin sýnir jafnframt að „Hybrid“ vinnuumhverfið mun halda áfram að þróast og bæta við sig á árinu 2025 og bjóða upp á breiðara „vöruúrval“ ef svo má segja. Það verður ekkert aftur snúið. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar