Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2025 10:04 Maðurinn fékk ekki vinnuna en leitaði til umboðsmanns vegna ráðningarferilsins. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira