Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 15:59 Júlí Heiðar og Ágúst Þór eru meðal þeirra tíu keppenda sem taka þátt í undankeppni Söngvakeppninnar. Tónlistarmennirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Ágúst Þór Brynjarsson eru meðal þeirra sem munu stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Þeir eru meðal tíu keppenda sem eygja von um að verða fulltrúar Íslands í Eurovision. Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum. Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum.
Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04
Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00
Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp