„Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. janúar 2025 22:47 Israel Martín er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Tindastólskonur máttu sætta sig við tap í kvöld þegar liðið sótti Val heim í Bónus-deild kvenna. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð en leikmenn liðsins voru hreinlega eins og skugginn af sjálfum sér á löngum köflum í kvöld. Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira