„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 12:05 Arnar Gunnlaugsson eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í dag. vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. „Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
„Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36