Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2025 23:30 Gary Hall Jr. með Ólympíugullverðlaun sem hann vann í Aþenu 2004. Þessi verðlaunapeningur eyðilagðist eins og öll hin Ólympíuverðlaunin hans. Getty/Shaun Botterill Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a> Sund Ólympíuleikar Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira