Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 11:15 Edgar Welch er látinn eftir að hafa verið skotinn til bana af lögreglu. AP Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi. Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf.
Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31