Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:47 Leifur Steinn Árnason og Maté Dalmay tókust á um LeBron James í Lögmáli leiksins. stöð 2 sport Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira