Viðskipti innlent

Bætist í hóp eig­enda Frum­tak Ventures

Atli Ísleifsson skrifar
Fróði Steingrímsson.
Fróði Steingrímsson.

Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Fróði hafi gegnt stöðu yfirlögfræðings Frumtaks síðastliðin þrjú ár og hafi á þeim tíma sinnt lykilhlutverki innan félagsins bæði við samningagerð og verðmætasköpun hjá Frumtaki, sjóðum sem Frumtak stýrir, sem og hjá félögum í eignasafni sjóðanna.

„Áður en Fróði hóf störf hjá Frumtaki hafði hann sinnt margvíslegum störfum á sviði lögmennsku fyrir fjölmörg innlend og erlend fyrirtæki, einkum í hugverka- og tæknigeiranum sem og fjármálageiranum. Þá var Fróði m.a. innanhússlögmaður hjá Símanum hf. og CCP hf.

Fróði er með Cand. Jur. gráðu frá Háskóla Íslands og LLM gráðu frá Columbia Law School í Bandaríkjunum. Þá hefur Fróði annast stundakennslu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og er aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Bifröst.

Frumtak hefur fjárfest í um 35 fyrirtækjum fyrir um 14 milljarða króna. Frumtak er rekstraraðili þriggja virkra vísisjóða í dag en á síðasta ári var lokið við rúmlega 12 milljarða fjármögnun Frumtaks 4, vísisjóðs sem er ætlað að fjárfesta í sprota og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×