Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar 17. janúar 2025 08:30 Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var. Stórir atburðir móta gjarnan tímatal trúarhreyfinga. Fyrir eða eftir flótta Múhameðs frá Mekka, fyrir eða eftir Kristsburð, fyrir eða eftir Bjarna Ben. Verður gott að minnast hans? Þeir sem eiga stóra bankabók eða fiska í sjónum munu hugsa til hans með hlýju. Eigi maður hvorugt, er gott að minnast Bjarna fyrir það að hann var skýr maður, las heima, mætti undirbúinn í sjónvarpsfréttirnar og skildi umræðuefnin. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hans. Til hvers ætlaðist flokkurinn af Bjarna? Sjálfstæðisflokkurinn er valdafíkill. Til valda var flokkurinn borinn og barnfæddur og á völdum nærist hann. Hinir innmúruðu eigendur hans ætlast til að fulltrúar þeirra sitji alltaf við borðið, helst borðsendann. Það er skiljanlegt, því í áratugi hafa ítök hans í íslensku þjóðlífi verið allt um grípandi. Hann hefur haft húsvarðarlykil að öllum kontórum ríkisvaldsins, stærstu fyrirtækjum og samtökum atvinnuveganna. Í stjórnarandstöðu verða þingmenn hans því eirðarlausir eins og villidýr í búri, grimmir eins og tígrisdýr á amfetamíni, og ráðast á allt sem hreyfist. Dagskipanin er að sýna að án þeirra í valdastólum fari allt í vaskinn. Stóð Bjarni undir væntingum? Bjarni varð formaður í mars 2009 og í kosningum mánuði síðar fékk flokkurinn aðeins 24%. Síðan var kosið 2013 og þá komst flokkurinn að stjórnarborðinu og var þar óslitið þar til í desember sl, rúm 11 ár. Við borðsendann var Bjarni þó ekki lengi. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna átti sér ekki bjarta framtíð. Hún entist aðeins í 10 mánuði. Aftur settist hann við endann í apríl sl og þar var hann í tæpa níu mánuði. En þótt glæsilegt sé að vera forsætisráðherra, er það líka óttalegt amstur. Fjármálaráðuneytið nýttist honum miklu betur til hagsmunagæslunnar, enda var hann þar lengst af. En hvað með fylgið? Fyrir Bjarna var sú tíðin að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningum mældist yfirleitt í námunda við líkamshita spendýra. Eftir Bjarna fór það hins vegar aldrei yfir 30 og nú síðast undir 20. Undir Davíð Oddssyni fékk flokkurinn stundum sótthita og fór upp í 41 gráðu í kosningunum 1999. Davíð dreymir gjarnan um þessa gömlu, góðu daga og vaknar þá upp í svitakófi og rekur hornin leynt og ljóst í Bjarna. Í kosningunum 2007 lék allt í lyndi. Flokkurinn fékk 37% undir stjórn Geirs Haarde en þegar kosið var næst 2009 fékk hann aðeins 24% undir stjórn Bjarna. En var fylgishrunið Bjarna að kenna? Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki það eina sem hrundi á þessu tímabili. Bankarnir hrundu haustið 2008, krónan hrundi og traustið hrundi. Sjálfstæðisflokkurinn var á kafi í hrunadansinum með forsætis- og fjármálaráðherra. Bjarni dansaði líka með vafningana sína. Í október 2008 reyndi Geir að fá Guð til að blessa Ísland en það gekk ekki og heilög Jóhanna tók við stjórninni í febrúar 2009. í mars tók Bjarni svo við flokknum. Tæpum mánuði síðar voru kosningar og Bjarni lenti í kaldri sturtu, 24%. Rótarslit. Hrapið úr 40% fylgi í 20% á tveimur áratugum er ekki Bjarna einum að kenna. Hann hann var starfsmaður á plani, að gera það sem flokkurinn ætlaðist til. Tapið er flokknum að kenna. Hann kallaði sig eitt sinn „flokk allra stétta“. Fátækt fólk kaus flokkinn og hófsemdarmenn innan hans reyndu sumir að gæta hagsmuna þess. Talsmenn hans gátu talað á bylgjulengd sem náði eyrum fjöldans eins og 40 prósentin bera vott um. Þar voru verkalýðsforingjar eins og Pétur sjómaður og Magnús L. Sveinsson og löng stjórnarsambúð við Alþýðuflokkinn mýkti ásýnd hans. Þessar rætur hafa löngu slitnað. Ein helsta uppspretta pólitískra hugmynda flokksins er Viðskiptaráð Íslands. Þegar Morgunblaðið spurði nýráðinn framkvæmdastjóra þess rétt fyrir áramót hvaða lögum hann myndi breyta ef hann væri einráður í einn dag, svaraði hann: “Fjárlögum. Ég myndi vilja lækka opinber útgjöld um hundruð milljarða.” Þegar flokksmenn voru um líkt leyti að bollaleggja um hugsanlega arftaka Bjarna voru fyrrverandi og núverandi talsmenn samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í sjávarútvegi í efstu sætum, en þeim nægja tæpast fingur annarrar handar til að telja milljónirnar í launaumslaginu. Til að verða fjöldahreyfing aftur þyrfti flokkurinn annars konar hugmyndafræði og annars konar forystu. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var. Stórir atburðir móta gjarnan tímatal trúarhreyfinga. Fyrir eða eftir flótta Múhameðs frá Mekka, fyrir eða eftir Kristsburð, fyrir eða eftir Bjarna Ben. Verður gott að minnast hans? Þeir sem eiga stóra bankabók eða fiska í sjónum munu hugsa til hans með hlýju. Eigi maður hvorugt, er gott að minnast Bjarna fyrir það að hann var skýr maður, las heima, mætti undirbúinn í sjónvarpsfréttirnar og skildi umræðuefnin. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hans. Til hvers ætlaðist flokkurinn af Bjarna? Sjálfstæðisflokkurinn er valdafíkill. Til valda var flokkurinn borinn og barnfæddur og á völdum nærist hann. Hinir innmúruðu eigendur hans ætlast til að fulltrúar þeirra sitji alltaf við borðið, helst borðsendann. Það er skiljanlegt, því í áratugi hafa ítök hans í íslensku þjóðlífi verið allt um grípandi. Hann hefur haft húsvarðarlykil að öllum kontórum ríkisvaldsins, stærstu fyrirtækjum og samtökum atvinnuveganna. Í stjórnarandstöðu verða þingmenn hans því eirðarlausir eins og villidýr í búri, grimmir eins og tígrisdýr á amfetamíni, og ráðast á allt sem hreyfist. Dagskipanin er að sýna að án þeirra í valdastólum fari allt í vaskinn. Stóð Bjarni undir væntingum? Bjarni varð formaður í mars 2009 og í kosningum mánuði síðar fékk flokkurinn aðeins 24%. Síðan var kosið 2013 og þá komst flokkurinn að stjórnarborðinu og var þar óslitið þar til í desember sl, rúm 11 ár. Við borðsendann var Bjarni þó ekki lengi. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna átti sér ekki bjarta framtíð. Hún entist aðeins í 10 mánuði. Aftur settist hann við endann í apríl sl og þar var hann í tæpa níu mánuði. En þótt glæsilegt sé að vera forsætisráðherra, er það líka óttalegt amstur. Fjármálaráðuneytið nýttist honum miklu betur til hagsmunagæslunnar, enda var hann þar lengst af. En hvað með fylgið? Fyrir Bjarna var sú tíðin að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningum mældist yfirleitt í námunda við líkamshita spendýra. Eftir Bjarna fór það hins vegar aldrei yfir 30 og nú síðast undir 20. Undir Davíð Oddssyni fékk flokkurinn stundum sótthita og fór upp í 41 gráðu í kosningunum 1999. Davíð dreymir gjarnan um þessa gömlu, góðu daga og vaknar þá upp í svitakófi og rekur hornin leynt og ljóst í Bjarna. Í kosningunum 2007 lék allt í lyndi. Flokkurinn fékk 37% undir stjórn Geirs Haarde en þegar kosið var næst 2009 fékk hann aðeins 24% undir stjórn Bjarna. En var fylgishrunið Bjarna að kenna? Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki það eina sem hrundi á þessu tímabili. Bankarnir hrundu haustið 2008, krónan hrundi og traustið hrundi. Sjálfstæðisflokkurinn var á kafi í hrunadansinum með forsætis- og fjármálaráðherra. Bjarni dansaði líka með vafningana sína. Í október 2008 reyndi Geir að fá Guð til að blessa Ísland en það gekk ekki og heilög Jóhanna tók við stjórninni í febrúar 2009. í mars tók Bjarni svo við flokknum. Tæpum mánuði síðar voru kosningar og Bjarni lenti í kaldri sturtu, 24%. Rótarslit. Hrapið úr 40% fylgi í 20% á tveimur áratugum er ekki Bjarna einum að kenna. Hann hann var starfsmaður á plani, að gera það sem flokkurinn ætlaðist til. Tapið er flokknum að kenna. Hann kallaði sig eitt sinn „flokk allra stétta“. Fátækt fólk kaus flokkinn og hófsemdarmenn innan hans reyndu sumir að gæta hagsmuna þess. Talsmenn hans gátu talað á bylgjulengd sem náði eyrum fjöldans eins og 40 prósentin bera vott um. Þar voru verkalýðsforingjar eins og Pétur sjómaður og Magnús L. Sveinsson og löng stjórnarsambúð við Alþýðuflokkinn mýkti ásýnd hans. Þessar rætur hafa löngu slitnað. Ein helsta uppspretta pólitískra hugmynda flokksins er Viðskiptaráð Íslands. Þegar Morgunblaðið spurði nýráðinn framkvæmdastjóra þess rétt fyrir áramót hvaða lögum hann myndi breyta ef hann væri einráður í einn dag, svaraði hann: “Fjárlögum. Ég myndi vilja lækka opinber útgjöld um hundruð milljarða.” Þegar flokksmenn voru um líkt leyti að bollaleggja um hugsanlega arftaka Bjarna voru fyrrverandi og núverandi talsmenn samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í sjávarútvegi í efstu sætum, en þeim nægja tæpast fingur annarrar handar til að telja milljónirnar í launaumslaginu. Til að verða fjöldahreyfing aftur þyrfti flokkurinn annars konar hugmyndafræði og annars konar forystu. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokki.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun