Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 22:01 Júlí Heiðar og Þórdís Björk mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en stefna á þátttöku fyrir Íslands hönd í ár. Hér troða þau upp í Kryddsíld Stöðvar 2 árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27