Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 19. janúar 2025 11:03 Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun