Samþykktu verkfall með yfirburðum Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 13:36 Slökkviliðsmenn virðast vera á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS. Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira