Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson og Jón Ferdínand Estherarson skrifa 20. janúar 2025 16:00 Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum. Sökum hruns „móðurflokksins“ hlaut Viðreisn góða kosningu til þings þess sem sett verður í næsta mánuði. En hver er munurinn á þessum tveimur flokkum? Er það bara Evrópustefnan, sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni? Frekar var talað um efnahags- og húsnæðismál, þar sem Viðreisn talaði – eins og sumir aðrir flokkar – um húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta, og aðhald í ríkisrekstri. Þá voru geðheilbrigðismál og loforð um að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum áberandi í tali allra þriggja flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. Skipulögð aðför að fátæku fólki Á lengri tíma litið má sjá hvernig stjórnvöld hafa svipt fátæka húsnæðisöryggi og framselt það í hendur leigufélaga. Þessi félög hafa keypt upp húsnæði með það eitt að markmiði að hækka leiguverð, og með því þrýst ungu fólki niður í fátækragildru. Þar borgar það sérstakan skatt fyrir það eitt að eiga ekki íbúð. Þetta gerist í kerfi þar sem húsnæðisbótakerfið refsar fólki fyrir að byrja að safna fyrir eigin eign. Að sama skapi renna 9,6 milljarðar króna af skattfé árlega til leigusala. Það er eins og samfélagið sjálft hafi verið hannað til að halda fátæku fólki niðri og styðja við ríkt fólk. Hrunið á félagslegum lausnum Um aldamót voru félagslegar húsnæðislausnir um 11% af húsnæði í boði, en í dag er það undir 3% – og það má rökstyðja að í raun sé ekkert félagslegt húsnæði á Íslandi lengur. Tekjumörk skipta ekki höfuðmáli heldur saga áfalla. Leigan miðast við markaðsverð á misnotuðum húsnæðismarkaði, og því má segja með sanni: þetta er ekki félagslegt húsnæði. Flest fátækt fólk á Íslandi er leigjendur. Þetta er fólkið sem stendur í biðröðum eftir mataraðstoð, leitar til kirkjunnar og annarra hjálparstofnana og reynir að veita börnum sínum það félagslega öryggi sem öll börn þurfa – sem er nánast ómögulegt vegna húsnæðisóöryggis. Þessir leigjendur flytja að meðaltali á 16 mánaða fresti. Hvernig er hægt að ætlast til þess að börn þessa fólks upplifi öryggi og stöðugleika við þessar aðstæður? Húsnæðisóöryggi, stöðugar flutningar og skaðlegt bótakerfi mynda vítahring sem hefur ómæld áhrif á andlega og félagslega velferð fólksins sem stendur verst. Þetta er ómannúðleg staða sem við getum ekki sætt okkur við lengur. Hver ber ábyrgð? Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggum stuðningi Framsóknar, ber meginábyrgðina á þessu ástandi. Þeir hafa framkvæmt vilja viðskiptaráðs og sérhagsmunahópa sem hafa ásælst framfærslufé þeirra sem minnst mega sín. Þessi illmennska er falin á bak við lagasetningu sem framselur ábyrgð til sveitarfélaga, þrátt fyrir alþjóðasamninga sem binda íslensk stjórnvöld til að tryggja húsnæðisöryggi. Viðreisn stendur nú á tímamótum. Verður flokkurinn eitthvað meira en bara afsprengi Sjálfstæðisflokksins? Velferð ungs fólks og þeirra sem minnst mega sín hangir á því að Viðreisn sjái húsnæði sem það sem það raunverulega er: takmörkuð auðlind sem öll eigum rétt á aðgengi að. Er betra fólk í Viðreisn? Það er ekkert leyndarmál hvers vegna verðbólgan rauk upp. Þetta tengist beint hækkun leigu og fasteignaverðs. Þróunin hófst árið 2018, þegar verktakar fóru að leggja tvöfalt ofan á hverja íbúð, og hefur síðan þá skapað vítahring sem við búum við í dag. Þetta verður að stöðva áður en vaxtalækkanir skapa frekari vandræði. Það er enginn tími til að bíða. En spurningin er: Hvað ætlar Viðreisn að gera? Flokkurinn hefur talað um að setja hagsmuni fólksins ofar fjárfestanna. Það hljómar vel á pappír, en það verður að breyta húsnæðisbótakerfinu í grundvallaratriðum og koma skikki á verðlagningu húsnæðis til leigu. Slíkar breytingar munu ekki aðeins gagnast fátæka fólkinu – heldur okkur öllum. Leiguverð er lykilatriði í hækkun húsnæðisverðs. Það sést glöggt í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið þekkt fyrir séreignastefnu, þá er fjórða hvert heimili á leigumarkaði í dag. Þetta er langur vegur frá fyrri tíð, þegar allt að 91% landsmanna bjuggu í eigin húsnæði. Fjölgun eignaríbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 92.971 í 117.063 – 25,9% aukning. Fjölgun leiguíbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 9.195 í 39.021 – 324,4% aukning. Í þessum samanburði má klárlega sjá að þrátt fyrir séreignarstefnu síðustu áratuga fjölgar leigjendum gríðarlega – en samt virðast fáir láta þennan risastóra hóp fólks á Íslandi sig varða. Síðustu kjarasamningar snérust sem dæmi eingöngu um það fólk sem er að borga háa vexti, og fréttafólk er alfarið á móti því að fjalla um þennan hóp – sem er þó stærsti einstaki hagsmunahópur landsins. Ef Viðreisn er með fólk sem er reiðubúið til að fara gegn sérhagsmunum og taka á þessum vandamálum með raunverulegum kerfisbreytingum, þá gæti flokkurinn staðið undir loforðum sínum. En ef ekki, þá verður það ljóst mjög fljótlega – og næsta kynslóð borgar fyrir það. Höfundar eru í stjórn leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Leigumarkaður Viðreisn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum. Sökum hruns „móðurflokksins“ hlaut Viðreisn góða kosningu til þings þess sem sett verður í næsta mánuði. En hver er munurinn á þessum tveimur flokkum? Er það bara Evrópustefnan, sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni? Frekar var talað um efnahags- og húsnæðismál, þar sem Viðreisn talaði – eins og sumir aðrir flokkar – um húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta, og aðhald í ríkisrekstri. Þá voru geðheilbrigðismál og loforð um að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum áberandi í tali allra þriggja flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. Skipulögð aðför að fátæku fólki Á lengri tíma litið má sjá hvernig stjórnvöld hafa svipt fátæka húsnæðisöryggi og framselt það í hendur leigufélaga. Þessi félög hafa keypt upp húsnæði með það eitt að markmiði að hækka leiguverð, og með því þrýst ungu fólki niður í fátækragildru. Þar borgar það sérstakan skatt fyrir það eitt að eiga ekki íbúð. Þetta gerist í kerfi þar sem húsnæðisbótakerfið refsar fólki fyrir að byrja að safna fyrir eigin eign. Að sama skapi renna 9,6 milljarðar króna af skattfé árlega til leigusala. Það er eins og samfélagið sjálft hafi verið hannað til að halda fátæku fólki niðri og styðja við ríkt fólk. Hrunið á félagslegum lausnum Um aldamót voru félagslegar húsnæðislausnir um 11% af húsnæði í boði, en í dag er það undir 3% – og það má rökstyðja að í raun sé ekkert félagslegt húsnæði á Íslandi lengur. Tekjumörk skipta ekki höfuðmáli heldur saga áfalla. Leigan miðast við markaðsverð á misnotuðum húsnæðismarkaði, og því má segja með sanni: þetta er ekki félagslegt húsnæði. Flest fátækt fólk á Íslandi er leigjendur. Þetta er fólkið sem stendur í biðröðum eftir mataraðstoð, leitar til kirkjunnar og annarra hjálparstofnana og reynir að veita börnum sínum það félagslega öryggi sem öll börn þurfa – sem er nánast ómögulegt vegna húsnæðisóöryggis. Þessir leigjendur flytja að meðaltali á 16 mánaða fresti. Hvernig er hægt að ætlast til þess að börn þessa fólks upplifi öryggi og stöðugleika við þessar aðstæður? Húsnæðisóöryggi, stöðugar flutningar og skaðlegt bótakerfi mynda vítahring sem hefur ómæld áhrif á andlega og félagslega velferð fólksins sem stendur verst. Þetta er ómannúðleg staða sem við getum ekki sætt okkur við lengur. Hver ber ábyrgð? Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggum stuðningi Framsóknar, ber meginábyrgðina á þessu ástandi. Þeir hafa framkvæmt vilja viðskiptaráðs og sérhagsmunahópa sem hafa ásælst framfærslufé þeirra sem minnst mega sín. Þessi illmennska er falin á bak við lagasetningu sem framselur ábyrgð til sveitarfélaga, þrátt fyrir alþjóðasamninga sem binda íslensk stjórnvöld til að tryggja húsnæðisöryggi. Viðreisn stendur nú á tímamótum. Verður flokkurinn eitthvað meira en bara afsprengi Sjálfstæðisflokksins? Velferð ungs fólks og þeirra sem minnst mega sín hangir á því að Viðreisn sjái húsnæði sem það sem það raunverulega er: takmörkuð auðlind sem öll eigum rétt á aðgengi að. Er betra fólk í Viðreisn? Það er ekkert leyndarmál hvers vegna verðbólgan rauk upp. Þetta tengist beint hækkun leigu og fasteignaverðs. Þróunin hófst árið 2018, þegar verktakar fóru að leggja tvöfalt ofan á hverja íbúð, og hefur síðan þá skapað vítahring sem við búum við í dag. Þetta verður að stöðva áður en vaxtalækkanir skapa frekari vandræði. Það er enginn tími til að bíða. En spurningin er: Hvað ætlar Viðreisn að gera? Flokkurinn hefur talað um að setja hagsmuni fólksins ofar fjárfestanna. Það hljómar vel á pappír, en það verður að breyta húsnæðisbótakerfinu í grundvallaratriðum og koma skikki á verðlagningu húsnæðis til leigu. Slíkar breytingar munu ekki aðeins gagnast fátæka fólkinu – heldur okkur öllum. Leiguverð er lykilatriði í hækkun húsnæðisverðs. Það sést glöggt í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið þekkt fyrir séreignastefnu, þá er fjórða hvert heimili á leigumarkaði í dag. Þetta er langur vegur frá fyrri tíð, þegar allt að 91% landsmanna bjuggu í eigin húsnæði. Fjölgun eignaríbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 92.971 í 117.063 – 25,9% aukning. Fjölgun leiguíbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 9.195 í 39.021 – 324,4% aukning. Í þessum samanburði má klárlega sjá að þrátt fyrir séreignarstefnu síðustu áratuga fjölgar leigjendum gríðarlega – en samt virðast fáir láta þennan risastóra hóp fólks á Íslandi sig varða. Síðustu kjarasamningar snérust sem dæmi eingöngu um það fólk sem er að borga háa vexti, og fréttafólk er alfarið á móti því að fjalla um þennan hóp – sem er þó stærsti einstaki hagsmunahópur landsins. Ef Viðreisn er með fólk sem er reiðubúið til að fara gegn sérhagsmunum og taka á þessum vandamálum með raunverulegum kerfisbreytingum, þá gæti flokkurinn staðið undir loforðum sínum. En ef ekki, þá verður það ljóst mjög fljótlega – og næsta kynslóð borgar fyrir það. Höfundar eru í stjórn leigjendasamtakanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun