Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2025 13:03 Teikning listamanns af því hvernig WASP-127b gæti litið út. Reikistjarna er útbólginn gasrisi sem er aðeins stærri en Júpíter en mun massaminni. Skotvindur í kringum miðbaug plánetunnar blæs á um níu þúsund metra hraða á sekúndu. ESO/L. Calçada Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna. Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna.
Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira