Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 21. janúar 2025 09:38 Sigrún Ólöf hefði ekki getað ímyndað sér að einhvern tímann þyrfti hún að sækja varnarviðbragðanámskeið svo henni liði eins og hún væri örugg í skólanum. Það sé staðan í dag. Aðsend og Vísir/Vilhelm Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. Hún segir nauðsynlegt að setja börnum og foreldrum mörk. Þá kallar hún líka eftir því að foreldrar sýni kennurum traust og leyfi kennurum að takast á við vandamálin sem koma upp innan skólanna. Þetta segir Sigrún Ólöf í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf segir frá því í grein sinni að hún hafi hafið störf sem skólastjóri í Hörðuvallaskóla árið 2020, í miðjum heimsfaraldri, eftir að hafa lokið fæðingarorlofi. Hún segir agaleysið sem hafi tekið á móti henni þegar hún mætti til starfa hafa komið henni verulega á óvart og hversu mikið ofbeldi væri beitt innan skólans. Ári síðar hafi hún farið á námskeið með skólastjórnendum um land allt og nýtt tækifærið til að ræða við þá um ofbeldi innan skólanna. „Svörin sem við fengum komu okkur á óvart en við vorum einnig fegnar. Það könnuðust allir við sama vanda hjá sér. Þetta svar átti líka við um litla skóla úti á landi. Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Af hverju eru börnin okkar að beita svona miklu ofbeldi? Við heyrum þetta líka frá starfsfólki leikskóla. Börnin þar byrja fyrr að vera með ljótt orðbragð og beita ofbeldi,“ segir Sigrún Ólöf í grein sinni. Innan skólans hafi í kjölfarið farið af stað markviss vinna til að ná ofbeldinu niður. Það hafi tekist ágætlega með skýrum verkferlum og aðkomu sérfræðinga eins og atferlisráðgjafa. „Fyrir tæplega 20 árum síðan var líka ofbeldi í skólum. Við skulum ekki gleyma því. En í dag er orðið mjög algengt að stjórnendur þurfa að grípa starfsfólk sem hefur lent í því að vera beitt ofbeldi af hálfu nemenda. Starfsfólk er missterkt að takast á við slíkt. Það er mikið áfall að vera beittur ofbeldi. Sama hver það er sem beitir ofbeldinu. Því á alltaf að taka alvarlega. Starfsfólk hefur farið í veikindaleyfi í kjölfar ofbeldisatvika og sumir fara í langtímaveikindi,“ segir hún. Upplifir sig ekki alltaf örugga innan skólans Sigrún Ólöf segir íslenskt samfélag ekki á réttri braut. „Agaleysi samfélagsins er aukið álag á kennarana okkar og stjórnendur skóla um land allt. Þetta hefur áhrif á starfsumhverfið og á veikindafjarvistir starfsfólks. Þurfum við að ráða atferlisráðgjafa í alla skóla? Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun? Þurfum við ekki að skoða aðeins hvort við séum á réttri braut?“ spyr hún. Sigrún Ólöf segir einnig frá því að hún hafi ótal sinnum farið í aðstæður í skólanum þar sem hún hafi ekki upplifað sig örugga. Því hafi hún ákveðið að fara á varnarviðbragðanámskeið. „Ég var búin að hugsa það í nokkur ár að ég þyrfti að fara á slíkt námskeið. Ég hef farið inn í allskonar aðstæður. Aðstæður þar sem ég hef ekki upplifað mig örugga í starfi, aðstæður þar sem ég hef óttast um öryggi annarra barna, aðstæður þar sem ég hef þurft að bregðast við þegar barn hefur stofnað sér eða öðrum börnum í hættu. Starfsfólk í sérskólum þekkir þetta og er vant þessum vinnubrögðum. Það hvarflaði ekki að mér fyrir tuttugu árum síðan að ég þyrfti á svona námskeiði að halda í mínu starfi.“ Sigrún Ólöf veltir því fyrir sér hvers vegna agaleysið sé svona mikið í íslensku samfélagi og segir það hafa mikil áhrif hversu mikið foreldrar vinna og hversu margir foreldrar hafa ekki tíma fyrir börnin sín. Hún segir foreldra þurfa að endurskoða stöðu sína og þær kröfur sem þau setja á kennara og skólana. Þá þurfi foreldrar einnig að hlusta betur þegar kennarar segi þeim hvernig börnin hagi sér í skólanum. „Stjórnandi hringir heim: ,,Barnið þitt kallaði kennarann barnaníðing í dag og lamdi bekkjarfélaga sinn í frímínútum.“ ,,Nei, barnið mitt gerir ekki svoleiðis, ég ætla að fá hlið barnsins míns þegar ég kem heim.“ Daginn eftir er hringt. ,,Ég ræddi við barnið mitt og það kannast ekki við að hafa gert þetta og upplifði þetta ekki svona.“ Er starfsfólk skólanna ekki að segja satt? Eru kennarar og skólastjórnendur virkilega að hringja heim til að láta foreldra vita af einhverju bulli? Nei, þetta er það sem er að gerast í skólanum. Foreldrar verða að trúa okkur,“ segir Sigrún Ólöf í grein sinni. Foreldrar verði að treysta kennurum Hún segir símanotkun barnanna einnig hafa áhrif á þetta. Bein opin lína til foreldranna hjálpi ekki alltaf í þessum aðstæðum og kennarar jafnvel missi tækifærið á að taka á málinu. Hún segir marga foreldra standa sig vel en segir þann hóp sem ekki er í góðu samstarfi við skólanna vera að stækka. Hún kallar eftir þjóðarátaki í þessum málum og segir skólana ekki geta staðið eina í þessu. „Ég hef verið spurð af hverju kennarar geta ekki svarað tölvupóstum utan vinnutíma því jú, vinnutími þeirra eru tæpar 43 klukkustundir á viku. Ég hef biðlað til minna kennara að skoða ekki tölvupóstinn sinn eftir að vinnutíma lýkur, á kvöldin og um helgar, og alls ekki svara tölvupóstum ef þau óvart skoða póstinn sinn. Kennarar hafa oft ekki getað sofið eða haft áhyggjur heila helgi af því að þeir opnuðu tölvupóstinn sinn. Ástæðan fyrir því er að þar beið þeirra mjög orðljótur tölvupóstur frá foreldri. Kennarar þurfa valdið til baka og fá að taka stjórn aftur. Það er ekki staðan í dag. Við þurfum að setja foreldrum mörk og foreldrar verða að treysta okkur,“ segir hún og að foreldrar verði að hugsa um að stíga skref til baka. Þau verði til dæmis að hugsa sig tvisvar áður en þau segi frá einhverju atviki á samfélagsmiðlum áður en búið er að ræða það í skólanum. Erfitt að fá menntaða kennara til starfa Hún segir þessa stöðu innan skólanna hafa bein áhrif á það hversu erfitt er að fá menntaða kennara til vinnu. „Að ráða inn leikskólakennara á leikskóla er eins og finna nál í heystakk. Staðan er farin að verða eins í grunnskólunum. Stjórnendur í skólum landsins standa frammi fyrir því að ráða ófaglært starfsfólk til starfa til að sinna kennslu og í dag er nánast ómögulegt að fá menntaða kennara til starfa. Það er áhyggjuefni sem hefur mikil áhrif á námsárangur nemenda,“ segir Sigrún Ólöf og að nauðsynlegt sé að bæta kjör kennara og starfsaðstæður. „Við erum í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út. Náum við góðum samningi þannig að hægt sé að ýta ungu og efnilegu fólki í kennaranám eða verður þetta sama tuggan áfram þannig að fólk velur sér aðrar námsleiðir og æ færri menntaðir kennarar skila sér út í skóla landsins? Við erum á hálum ís. Það verður að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst,“ segir hún að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Hún segir nauðsynlegt að setja börnum og foreldrum mörk. Þá kallar hún líka eftir því að foreldrar sýni kennurum traust og leyfi kennurum að takast á við vandamálin sem koma upp innan skólanna. Þetta segir Sigrún Ólöf í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf segir frá því í grein sinni að hún hafi hafið störf sem skólastjóri í Hörðuvallaskóla árið 2020, í miðjum heimsfaraldri, eftir að hafa lokið fæðingarorlofi. Hún segir agaleysið sem hafi tekið á móti henni þegar hún mætti til starfa hafa komið henni verulega á óvart og hversu mikið ofbeldi væri beitt innan skólans. Ári síðar hafi hún farið á námskeið með skólastjórnendum um land allt og nýtt tækifærið til að ræða við þá um ofbeldi innan skólanna. „Svörin sem við fengum komu okkur á óvart en við vorum einnig fegnar. Það könnuðust allir við sama vanda hjá sér. Þetta svar átti líka við um litla skóla úti á landi. Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Af hverju eru börnin okkar að beita svona miklu ofbeldi? Við heyrum þetta líka frá starfsfólki leikskóla. Börnin þar byrja fyrr að vera með ljótt orðbragð og beita ofbeldi,“ segir Sigrún Ólöf í grein sinni. Innan skólans hafi í kjölfarið farið af stað markviss vinna til að ná ofbeldinu niður. Það hafi tekist ágætlega með skýrum verkferlum og aðkomu sérfræðinga eins og atferlisráðgjafa. „Fyrir tæplega 20 árum síðan var líka ofbeldi í skólum. Við skulum ekki gleyma því. En í dag er orðið mjög algengt að stjórnendur þurfa að grípa starfsfólk sem hefur lent í því að vera beitt ofbeldi af hálfu nemenda. Starfsfólk er missterkt að takast á við slíkt. Það er mikið áfall að vera beittur ofbeldi. Sama hver það er sem beitir ofbeldinu. Því á alltaf að taka alvarlega. Starfsfólk hefur farið í veikindaleyfi í kjölfar ofbeldisatvika og sumir fara í langtímaveikindi,“ segir hún. Upplifir sig ekki alltaf örugga innan skólans Sigrún Ólöf segir íslenskt samfélag ekki á réttri braut. „Agaleysi samfélagsins er aukið álag á kennarana okkar og stjórnendur skóla um land allt. Þetta hefur áhrif á starfsumhverfið og á veikindafjarvistir starfsfólks. Þurfum við að ráða atferlisráðgjafa í alla skóla? Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun? Þurfum við ekki að skoða aðeins hvort við séum á réttri braut?“ spyr hún. Sigrún Ólöf segir einnig frá því að hún hafi ótal sinnum farið í aðstæður í skólanum þar sem hún hafi ekki upplifað sig örugga. Því hafi hún ákveðið að fara á varnarviðbragðanámskeið. „Ég var búin að hugsa það í nokkur ár að ég þyrfti að fara á slíkt námskeið. Ég hef farið inn í allskonar aðstæður. Aðstæður þar sem ég hef ekki upplifað mig örugga í starfi, aðstæður þar sem ég hef óttast um öryggi annarra barna, aðstæður þar sem ég hef þurft að bregðast við þegar barn hefur stofnað sér eða öðrum börnum í hættu. Starfsfólk í sérskólum þekkir þetta og er vant þessum vinnubrögðum. Það hvarflaði ekki að mér fyrir tuttugu árum síðan að ég þyrfti á svona námskeiði að halda í mínu starfi.“ Sigrún Ólöf veltir því fyrir sér hvers vegna agaleysið sé svona mikið í íslensku samfélagi og segir það hafa mikil áhrif hversu mikið foreldrar vinna og hversu margir foreldrar hafa ekki tíma fyrir börnin sín. Hún segir foreldra þurfa að endurskoða stöðu sína og þær kröfur sem þau setja á kennara og skólana. Þá þurfi foreldrar einnig að hlusta betur þegar kennarar segi þeim hvernig börnin hagi sér í skólanum. „Stjórnandi hringir heim: ,,Barnið þitt kallaði kennarann barnaníðing í dag og lamdi bekkjarfélaga sinn í frímínútum.“ ,,Nei, barnið mitt gerir ekki svoleiðis, ég ætla að fá hlið barnsins míns þegar ég kem heim.“ Daginn eftir er hringt. ,,Ég ræddi við barnið mitt og það kannast ekki við að hafa gert þetta og upplifði þetta ekki svona.“ Er starfsfólk skólanna ekki að segja satt? Eru kennarar og skólastjórnendur virkilega að hringja heim til að láta foreldra vita af einhverju bulli? Nei, þetta er það sem er að gerast í skólanum. Foreldrar verða að trúa okkur,“ segir Sigrún Ólöf í grein sinni. Foreldrar verði að treysta kennurum Hún segir símanotkun barnanna einnig hafa áhrif á þetta. Bein opin lína til foreldranna hjálpi ekki alltaf í þessum aðstæðum og kennarar jafnvel missi tækifærið á að taka á málinu. Hún segir marga foreldra standa sig vel en segir þann hóp sem ekki er í góðu samstarfi við skólanna vera að stækka. Hún kallar eftir þjóðarátaki í þessum málum og segir skólana ekki geta staðið eina í þessu. „Ég hef verið spurð af hverju kennarar geta ekki svarað tölvupóstum utan vinnutíma því jú, vinnutími þeirra eru tæpar 43 klukkustundir á viku. Ég hef biðlað til minna kennara að skoða ekki tölvupóstinn sinn eftir að vinnutíma lýkur, á kvöldin og um helgar, og alls ekki svara tölvupóstum ef þau óvart skoða póstinn sinn. Kennarar hafa oft ekki getað sofið eða haft áhyggjur heila helgi af því að þeir opnuðu tölvupóstinn sinn. Ástæðan fyrir því er að þar beið þeirra mjög orðljótur tölvupóstur frá foreldri. Kennarar þurfa valdið til baka og fá að taka stjórn aftur. Það er ekki staðan í dag. Við þurfum að setja foreldrum mörk og foreldrar verða að treysta okkur,“ segir hún og að foreldrar verði að hugsa um að stíga skref til baka. Þau verði til dæmis að hugsa sig tvisvar áður en þau segi frá einhverju atviki á samfélagsmiðlum áður en búið er að ræða það í skólanum. Erfitt að fá menntaða kennara til starfa Hún segir þessa stöðu innan skólanna hafa bein áhrif á það hversu erfitt er að fá menntaða kennara til vinnu. „Að ráða inn leikskólakennara á leikskóla er eins og finna nál í heystakk. Staðan er farin að verða eins í grunnskólunum. Stjórnendur í skólum landsins standa frammi fyrir því að ráða ófaglært starfsfólk til starfa til að sinna kennslu og í dag er nánast ómögulegt að fá menntaða kennara til starfa. Það er áhyggjuefni sem hefur mikil áhrif á námsárangur nemenda,“ segir Sigrún Ólöf og að nauðsynlegt sé að bæta kjör kennara og starfsaðstæður. „Við erum í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út. Náum við góðum samningi þannig að hægt sé að ýta ungu og efnilegu fólki í kennaranám eða verður þetta sama tuggan áfram þannig að fólk velur sér aðrar námsleiðir og æ færri menntaðir kennarar skila sér út í skóla landsins? Við erum á hálum ís. Það verður að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst,“ segir hún að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira