Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2025 08:31 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar