Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2025 08:31 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun