Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 18. nóvember 2025 13:01 Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar