Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifa 18. nóvember 2025 14:31 Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun