Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifa 18. nóvember 2025 14:31 Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ytra mat á starfsemi grunnskóla á Íslandi hefur legið niðri síðan árið 2021. Engin reglubundin úttekt fer nú fram af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins og samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir að mat hefjist á ný fyrr en að lokinni endurskoðun á hlutverki ríkis og sveitarfélaga í menntakerfinu sem er ekki fyrr en árið 2027. Í reynd þýðir þetta að engin sjálfstæð, opinber greining á gæðum grunnskólastarfs á Íslandi verður til staðar í að minnsta kosti sex ár. Þetta hlé er er kerfislæg brotalöm sem snertir grundvallarréttindi barna og trúverðugleika menntakerfisins. Lögin krefjast ábyrgðar ekki biðar Samkvæmt 35. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 ber ráðherra skylda til að meta reglubundið gæði skólastarfs í landinu, með innra og ytra mati. Sú skylda er ekki valkvæð heldur sett til að tryggja jafnræði, fagmennsku og rétt barna til gæða í námi, óháð búsetu. Á meðan sveitarfélög og skólar vinna stöðugt að sjálfsmati og umbótaverkefnum, hefur ytra matið, faglegi spegilinn og sameiginlegi viðmiðunarpunkturinn, horfið. Það er óásættanlegt að ráðuneytið, sem setur reglur um gæði skólastarfs, skuli láta eigið eftirlit liggja niðri árum saman. Afleiðingar eru ójöfnuður og skortur á trausti Án virks ytra mats eykst hættan á ójöfnuði milli sveitarfélaga og skóla.Sum sveitarfélög hafa burði til að fjárfesta í gæðastarfi og ráðgjöf, önnur ekki. Þannig verða gæði skólastarfs meira háð fjárhag sveitarfélags en ekki réttindum barnsins. Um leið veikist traustið milli skóla, foreldra og samfélagsins. Af hverju þarf að endurvekja ytra mat hið fyrsta? Ytra mat á að tryggja jafnræði barna óháð búsetu, styðja skóla með faglegri utan að komandi sýn og veita samfélaginu traustar upplýsingar um gæði menntakerfisins og nýtingu fjármuna. Þegar þessu ferli er slegið á frest missa skólar mikilvæg tækifæri til að spegla starf sitt í óháðum gæðaviðmiðum og sveitarfélög fá ekki það faglega aðhald sem lög og menntastefna gera ráð fyrir. Menntun er samfélagssáttmáli Í annarri aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu er áætlun um að „skýra hlutverk ríkis og sveitarfélaga“ sem er vissulega nauðsyn, en ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi.Ekkert barn á að bíða eftir réttindum sínum í menntakerfi sem er án eftirlits og stuðnings. Ráðuneytið verður að tryggja að ytra mat verði tekið upp að nýju hið fyrsta til að endurheimta gagnsæi, jafnræði og traust. Menntun er grunnstoð hvers samfélags og að fylgjast með gæðum hennar er ekki valkostur, heldur lögbundin skylda. Álfhildur Leifsdóttir er kennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir er leik- og grunnskólakennari.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun