Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 00:03 Hún komst naumlega lífs af undan hrottalegum árásum Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova. Keshet 12/Ortal Dahan Ziv Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að hafa borið sigur úr bítum í forkeppninni þar í landi. Hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023. Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira