Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:32 Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Umferð Borgarlína Strætó Samgöngur Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar