Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:32 Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Umferð Borgarlína Strætó Samgöngur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun