Körfubolti

Guð­björg for­maður lætur af störfum hjá KKÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðbjörg Norðfjörð hefur ákveðið að kalla þetta gott.
Guðbjörg Norðfjörð hefur ákveðið að kalla þetta gott. Vísir/Egill

Guðbjörg Norðfjörð mun ekki gefa áfram kost á sér formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Þessu greindi hún frá á Facebook-síðu sinni í kvöld, laugardag.

Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár verið formaður KKÍ en verið í stjórn sambandsins í meira en tvo áratugi. Hún segist vera „einstaklega þakklát fyrir þennan tíma og hafa haft mikla ánægju að vinna með þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem mynda körfuknattleikshreyfinguna.“

Nú er hins vegar komið að tímamótum hjá formanninum sem mun ekki bjóða sig fram á þingi KKÍ sem fram fer 15. mars næstkomandi.

Færslu Guðbjargar má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×