Innlent

Not­endur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Notkun ADHD lyfja hefur aukist mjög síðasta áratug.
Notkun ADHD lyfja hefur aukist mjög síðasta áratug. Getty

Notendur ADHD-lyfja hafa aldrei verið fleiri en í fyrra og kostnaður ríkisins vegna lyfjanna aldrei verið hærri. Ríflega 26 þúsund Íslendingar fengu ADHD-lyfjum ávísað og kostnaður ríkisins nam 2,1 milljarði króna.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Vísir fjallaði um nýja grænbók stjórnvalda um AHDH í desember síðastliðnum, þar sem fram kom að lyfjameðferð væri beitt í of ríkum mæli og að skýra þyrfti betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf væru aðeins notuð þegar þau væru nauðsynleg.

Var það mat skýrsluhöfunda að gæðum væri ábótavant, bæði hvað varðaði greiningar og meðferð.

„Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, þegar grænbókin kom út.

Sagðist hann telja að það myndi valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að mikill þungi væri í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni.


Tengdar fréttir

„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“

Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×