„Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar 28. janúar 2025 08:03 „Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun