Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:30 Lögreglan í Vestmanneyjum mun að óbreyttu rannsaka eigin ætluð brot. Vísir/Vilhelm Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira