Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar 28. janúar 2025 13:01 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðist við óskum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um tillögur að sparnaði og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Þar á meðal eru eftirfarandi tillögur um einfaldara eftirlit, sem getur bæði sparað ríkinu og fyrirtækjum mikinn kostnað. Afhúðun Evrópureglna Á síðasta kjörtímabili komu út mikilvægar skýrslur, úttektir og tillögur varðandi svokallaða gullhúðun Evrópureglna. Í stuttu máli kom fram að við stóran hluta af EES-löggjöf, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt, hefur verið bætt séríslenskum kvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Í fjölda tilfella var engin grein gerð fyrir því í lagafrumvörpum eða reglugerðardrögum frá ráðuneytunum að verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Gullhúðunin var þannig falin fyrir þeim sem rýndu tillögur að innleiðingu reglnanna, til dæmis hagsmunasamtökum og alþingismönnum. FA leggur ofuráherslu á að farið verði að tillögum starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna, um að annars vegar verði komið í veg fyrir gullhúðun nema í skýrt rökstuddum undantekningartilfellum og hins vegar fari hvert ráðuneyti í gegnum alla innleidda löggjöf á sínu málefnasviði og „afhúði“, þ.e. felli út íþyngjandi reglur og kvaðir sem bætt hefur verið við Evrópulöggjöfina. Mikilvægt er að ríkisstjórnin átti sig á að þyngra regluverk býr ekki eingöngu til kostnað hjá fyrirtækjum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands, heldur býr það líka til aukinn kostnað hjá ríkinu og þar með fyrir buddu skattgreiðenda. Tökum dæmi: Algengt er að ráðuneytin eða undirstofnanir þeirra vilji að stærðarmörk fyrirtækja, sem eru tilgreind í EES-reglum varðandi t.d. skyldu fyrirtækjanna til upplýsingagjafar, verði færð neðar við innleiðingu reglnanna í íslenskan rétt vegna þess að annars falli svo fá íslensk fyrirtæki undir eftirlitið. Með þessu er annars vegar búinn til kostnaður, fyrirhöfn og flækjustig hjá fyrirtækjunum og um leið verður til þörf fyrir fleiri störf hjá hinu opinbera við að sinna eftirlitinu og safna upplýsingunum. Einfaldara eftirlit þýðir þess vegna sparnað hjá hinu opinbera, ekki síður en hjá fyrirtækjunum. Farið verði að lögum um opinberar eftirlitsreglur Í þessu samhengi getur FA ekki látið hjá líða að nefna umgengni stjórnarráðsins við lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999. Þau hafa það að markmiði að opinbert eftirlit stuðli að velferð þjóðarinnar, öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, eðlilegum viðskiptaháttum og neytendavernd. „Eftirlit á vegum hins opinbera má ekki leiða til mismununar né takmarka athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist,“ segir í 2. grein laganna. Í 3. grein er kveðið á um að þegar eftirlitsreglur eru samdar eða stofnað er til opinbers eftirlits skuli viðkomandi stjórnvald meta þörf fyrir eftirlit, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. „Slíkt mat getur m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits.“ Samkvæmt lögunum ber ráðherra að skipa nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laganna. Samkvæmt lögunum geta þeir aðilar sem eftirlit beinist að og þeir sem hagsmuni hafa af opinberu eftirliti óskað eftir athugun nefndarinnar á tilteknum þáttum þess. Ráðherrar geta sent nefndinni til umsagnar mál er varða opinbert eftirlit. Jafnframt getur nefndin átt frumkvæði að athugunum á vissum þáttum eftirlitsins. Starf nefndarinnar skal miða að því að opinberar eftirlitsreglur séu í samræmi við 3. gr. laganna og að eftirlit á vegum hins opinbera sé jafnan eins hagkvæmt og kostur er fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem eftirlitið beinist að og fyrir hið opinbera. Ráðherra ber jafnframt að flytja Alþingi reglulega skýrslu um áhrif laganna, störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði. Stjórnvöld fara ekki að lögum Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, eins og hún er nefnd í reglugerð 812/1999, var síðast skipuð í maí 2017 og rann skipunartími hennar út 31. maí 2020 án þess að skipað væri í nefndina á nýjan leik. Ráðherra málaflokksins hefur ekki flutt Alþingi skýrslu samkvæmt ákvæðum laganna frá því á löggjafarþinginu 2005-2006. Stjórnarfrumvarp um að lögin féllu úr gildi, en í þeirra stað kæmu lög um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni, náði ekki fram að ganga á löggjafarþinginu 2013-2014. Lögin eru í fullu gildi, en hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur hunsað þau. FA hefur sent ráðuneyti málaflokksins, sem var fyrir stjórnarskipti menningar- og viðskiptaráðuneytið, tillögur og áskoranir um að ráðuneytið fari að lögum, ráðherra flytji þinginu skýrslu um framkvæmd laganna og ráðgjafarnefndin verði skipuð á ný. Jafnframt var lagt til að við endurskoðun löggjafarinnar yrði bætt við 6. grein laganna að starf nefndarinnar sé m.a. að fylgjast með því hvort farið sé eftir reglum um þinglega meðferð EES-mála Engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu við þessum tillögum og er áhugaleysi stjórnarráðsins á því að hemja opinbert eftirlit og einfalda regluverkið eftirtektarvert. FA ítrekar hér með ofangreindar tillögur og minnir aftur á að einfaldara eftirlit þýðir minni kostnað fyrir skattgreiðendur. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðist við óskum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um tillögur að sparnaði og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Þar á meðal eru eftirfarandi tillögur um einfaldara eftirlit, sem getur bæði sparað ríkinu og fyrirtækjum mikinn kostnað. Afhúðun Evrópureglna Á síðasta kjörtímabili komu út mikilvægar skýrslur, úttektir og tillögur varðandi svokallaða gullhúðun Evrópureglna. Í stuttu máli kom fram að við stóran hluta af EES-löggjöf, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt, hefur verið bætt séríslenskum kvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Í fjölda tilfella var engin grein gerð fyrir því í lagafrumvörpum eða reglugerðardrögum frá ráðuneytunum að verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Gullhúðunin var þannig falin fyrir þeim sem rýndu tillögur að innleiðingu reglnanna, til dæmis hagsmunasamtökum og alþingismönnum. FA leggur ofuráherslu á að farið verði að tillögum starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna, um að annars vegar verði komið í veg fyrir gullhúðun nema í skýrt rökstuddum undantekningartilfellum og hins vegar fari hvert ráðuneyti í gegnum alla innleidda löggjöf á sínu málefnasviði og „afhúði“, þ.e. felli út íþyngjandi reglur og kvaðir sem bætt hefur verið við Evrópulöggjöfina. Mikilvægt er að ríkisstjórnin átti sig á að þyngra regluverk býr ekki eingöngu til kostnað hjá fyrirtækjum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands, heldur býr það líka til aukinn kostnað hjá ríkinu og þar með fyrir buddu skattgreiðenda. Tökum dæmi: Algengt er að ráðuneytin eða undirstofnanir þeirra vilji að stærðarmörk fyrirtækja, sem eru tilgreind í EES-reglum varðandi t.d. skyldu fyrirtækjanna til upplýsingagjafar, verði færð neðar við innleiðingu reglnanna í íslenskan rétt vegna þess að annars falli svo fá íslensk fyrirtæki undir eftirlitið. Með þessu er annars vegar búinn til kostnaður, fyrirhöfn og flækjustig hjá fyrirtækjunum og um leið verður til þörf fyrir fleiri störf hjá hinu opinbera við að sinna eftirlitinu og safna upplýsingunum. Einfaldara eftirlit þýðir þess vegna sparnað hjá hinu opinbera, ekki síður en hjá fyrirtækjunum. Farið verði að lögum um opinberar eftirlitsreglur Í þessu samhengi getur FA ekki látið hjá líða að nefna umgengni stjórnarráðsins við lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999. Þau hafa það að markmiði að opinbert eftirlit stuðli að velferð þjóðarinnar, öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, eðlilegum viðskiptaháttum og neytendavernd. „Eftirlit á vegum hins opinbera má ekki leiða til mismununar né takmarka athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist,“ segir í 2. grein laganna. Í 3. grein er kveðið á um að þegar eftirlitsreglur eru samdar eða stofnað er til opinbers eftirlits skuli viðkomandi stjórnvald meta þörf fyrir eftirlit, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. „Slíkt mat getur m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits.“ Samkvæmt lögunum ber ráðherra að skipa nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laganna. Samkvæmt lögunum geta þeir aðilar sem eftirlit beinist að og þeir sem hagsmuni hafa af opinberu eftirliti óskað eftir athugun nefndarinnar á tilteknum þáttum þess. Ráðherrar geta sent nefndinni til umsagnar mál er varða opinbert eftirlit. Jafnframt getur nefndin átt frumkvæði að athugunum á vissum þáttum eftirlitsins. Starf nefndarinnar skal miða að því að opinberar eftirlitsreglur séu í samræmi við 3. gr. laganna og að eftirlit á vegum hins opinbera sé jafnan eins hagkvæmt og kostur er fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem eftirlitið beinist að og fyrir hið opinbera. Ráðherra ber jafnframt að flytja Alþingi reglulega skýrslu um áhrif laganna, störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði. Stjórnvöld fara ekki að lögum Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, eins og hún er nefnd í reglugerð 812/1999, var síðast skipuð í maí 2017 og rann skipunartími hennar út 31. maí 2020 án þess að skipað væri í nefndina á nýjan leik. Ráðherra málaflokksins hefur ekki flutt Alþingi skýrslu samkvæmt ákvæðum laganna frá því á löggjafarþinginu 2005-2006. Stjórnarfrumvarp um að lögin féllu úr gildi, en í þeirra stað kæmu lög um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni, náði ekki fram að ganga á löggjafarþinginu 2013-2014. Lögin eru í fullu gildi, en hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur hunsað þau. FA hefur sent ráðuneyti málaflokksins, sem var fyrir stjórnarskipti menningar- og viðskiptaráðuneytið, tillögur og áskoranir um að ráðuneytið fari að lögum, ráðherra flytji þinginu skýrslu um framkvæmd laganna og ráðgjafarnefndin verði skipuð á ný. Jafnframt var lagt til að við endurskoðun löggjafarinnar yrði bætt við 6. grein laganna að starf nefndarinnar sé m.a. að fylgjast með því hvort farið sé eftir reglum um þinglega meðferð EES-mála Engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu við þessum tillögum og er áhugaleysi stjórnarráðsins á því að hemja opinbert eftirlit og einfalda regluverkið eftirtektarvert. FA ítrekar hér með ofangreindar tillögur og minnir aftur á að einfaldara eftirlit þýðir minni kostnað fyrir skattgreiðendur. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun