Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifa 29. janúar 2025 08:16 Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Kjaramál Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun