Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2025 23:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“ Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“
Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira