Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2025 13:32 Bronny James og LeBron James á ferðinni í leiknum gegn Philadelphia 76ers. LeBron skoraði 31 stig en Bronny var stigalaus. getty/Emilee Chinn JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt. Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum. NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum.
NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira