Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 21:41 Ahmad al-Sharaa, er formlega orðinn forseti Sýrlands, samkvæmt ríkismiðli landsins. AP/Mosa'ab Elshamy Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá. Sýrland Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá.
Sýrland Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira