Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 22:51 DeepSeek hefur valdið miklum usla frá því gervigreindin var kynnt í síðustu viku. AP/Andy Wong Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið. Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið.
Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38
Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57
Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent