Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:33 Kóranbrennur Salwan Momika vöktu mikla athygli í Svíþjóð árið 2023. Momika heldur hér á sænskum fána við írakska sendiráðið í Stokkhólmi þar sem hann stóð fyrir einni brennunni. EPA Þrjátíu og átta ára karlmaður var skotinn til bana í íbúð í sænska bænum Södertälje seint í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið tekið upp og sýnt beint á samfélagsmiðlum, en lögregla á eftir að staðfesta það. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu. Svíþjóð Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu.
Svíþjóð Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira