Samkvæmt upplýsingum frá Elínu Agnesi Kristínardóttur í miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sakaði manninn ekki sem var inni í bílnum.
Hún segir málið til rannsóknar hjá almennri deild en ekki miðlægri deild.
Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ökumaðurinn hafi verið að leggja bílnum sínum í Hafnarfirði þegar annar maður settist inn í bílinn og bað hann að skutla sér. Ökumaðurinn neitaði að verða við því en þá dró hinn maðurinn upp hníf og hótaði að stinga ökumanninn. Ökumaðurinn kom sér þá undan. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að lögreglan hafi vopnast og handtekið manninn.
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu með upplýsingum um málið í dagbók lögreglunnar. Uppfærð 22.30 þann 31.1.2025.