Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 13:54 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að hjöðnun verðbólgu, lægri verðbólguvæntingar og merki um minni eftirspurnarspennu í hagkerfinu séu meðal helstu áhrifaþátta á vaxtalækkun. Horfur séu á áframhaldandi lækkun stýrivaxta niður í 6,5 prósent um næstu áramót og nokkra viðbótarlækkun á árinu 2026. Landsbankinn tilkynnti í gær að greiningardeild hans reiknaði með fimmtíu punkta lækkun. Nefndin hefur sagt meira svigrúm nú en síðast Í nóvember hafi peningastefnunefndin ákveðið samhljóða að lækka stýrivextina um 0,5 prósentur. Þá hafi verið tekið fram að næsti reglulegi fundur nefndarinnar yrði ekki fyrr en á nýju ári og nefndin teldi að svigrúm væri til að taka stærra skref til lækkunar vaxta og viðhalda um leið hæfilegu aðhaldsstigi til þess að styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og draga úr framleiðsluspennu á komandi misserum. Útlit væri þó fyrir að taumhald peningastefnunnar þyrfti áfram að vera þétt. Mismunandi þættir togast á Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að í ákvörðun peningastefnunefndar muni eftirfarandi þættir einna helst togast á: Til meiri lækkunar: Hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana Lægri verðbólguvæntingar, sér í lagi til skemmri tíma Vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði Minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði Hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta undanfarna mánuði Til minni lækkunar: Vísbendingar um að eftirspurn gæti sótt í sig veðrið á næstunni Merki um að allnokkur þróttur sé enn í þjóðarbúskapnum Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla hjá kennurum og möguleg áhrif af samningum við þá á aðhaldsstig opinberra fjármála og framvindu á vinnumarkaði síðar meir Sjónarmið um að of hröð lækkun vaxta geti skaðað trúverðugleika peningastefnunnar. Sú staðreynd að aðeins 6 vikur líða fram að næstu vaxtaákvörðun í seinni hluta marsmánaðar Raunvextir enn háir Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir lækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur frá októberbyrjun hafi raunvextir í hagkerfinu lítið gefið eftir og séu enn býsna háir á flesta ef ekki alla mælikvarða. Það endurspegli þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga sem hafi almennt haldið í við vaxtalækkunina og jafnvel gott betur á suma mælikvarða. Íslandsbanki „Eins og sést á myndinni eru skammtíma raunvextir á bilinu 3,7% - 4,3% á þá mælikvarða sem við styðjumst við hér. Langtíma raunvextir eru svo í kring um um 2,7% miðað við 10 ára punktinn á vaxtaferli ríkisbréfa. Þá eru verðtryggðir vextir á íbúðalánamarkaði þeir hæstu í rúman áratug. Það er því svigrúm til lækkunar stýrivaxta um þessar mundir án þess að aðhald peningastefnunnar minnki verulega miðað við stöðuna áður en vaxtalækkunarferli Seðlabankans var hleypt af stokkunum síðasta haust.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að hjöðnun verðbólgu, lægri verðbólguvæntingar og merki um minni eftirspurnarspennu í hagkerfinu séu meðal helstu áhrifaþátta á vaxtalækkun. Horfur séu á áframhaldandi lækkun stýrivaxta niður í 6,5 prósent um næstu áramót og nokkra viðbótarlækkun á árinu 2026. Landsbankinn tilkynnti í gær að greiningardeild hans reiknaði með fimmtíu punkta lækkun. Nefndin hefur sagt meira svigrúm nú en síðast Í nóvember hafi peningastefnunefndin ákveðið samhljóða að lækka stýrivextina um 0,5 prósentur. Þá hafi verið tekið fram að næsti reglulegi fundur nefndarinnar yrði ekki fyrr en á nýju ári og nefndin teldi að svigrúm væri til að taka stærra skref til lækkunar vaxta og viðhalda um leið hæfilegu aðhaldsstigi til þess að styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og draga úr framleiðsluspennu á komandi misserum. Útlit væri þó fyrir að taumhald peningastefnunnar þyrfti áfram að vera þétt. Mismunandi þættir togast á Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að í ákvörðun peningastefnunefndar muni eftirfarandi þættir einna helst togast á: Til meiri lækkunar: Hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana Lægri verðbólguvæntingar, sér í lagi til skemmri tíma Vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði Minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði Hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta undanfarna mánuði Til minni lækkunar: Vísbendingar um að eftirspurn gæti sótt í sig veðrið á næstunni Merki um að allnokkur þróttur sé enn í þjóðarbúskapnum Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla hjá kennurum og möguleg áhrif af samningum við þá á aðhaldsstig opinberra fjármála og framvindu á vinnumarkaði síðar meir Sjónarmið um að of hröð lækkun vaxta geti skaðað trúverðugleika peningastefnunnar. Sú staðreynd að aðeins 6 vikur líða fram að næstu vaxtaákvörðun í seinni hluta marsmánaðar Raunvextir enn háir Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir lækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur frá októberbyrjun hafi raunvextir í hagkerfinu lítið gefið eftir og séu enn býsna háir á flesta ef ekki alla mælikvarða. Það endurspegli þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga sem hafi almennt haldið í við vaxtalækkunina og jafnvel gott betur á suma mælikvarða. Íslandsbanki „Eins og sést á myndinni eru skammtíma raunvextir á bilinu 3,7% - 4,3% á þá mælikvarða sem við styðjumst við hér. Langtíma raunvextir eru svo í kring um um 2,7% miðað við 10 ára punktinn á vaxtaferli ríkisbréfa. Þá eru verðtryggðir vextir á íbúðalánamarkaði þeir hæstu í rúman áratug. Það er því svigrúm til lækkunar stýrivaxta um þessar mundir án þess að aðhald peningastefnunnar minnki verulega miðað við stöðuna áður en vaxtalækkunarferli Seðlabankans var hleypt af stokkunum síðasta haust.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira